Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí.
Conor McGregor sigraði Dennis Siver örugglega fyrr í janúar og tryggði sér þar með titilbardaga gegn fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo. McGregor hefur sigrað alla fimm bardaga sína í UFC og klárað fjóra af þeim með rothöggi.
Orðrómnum um 70.000 manna bardagakvöldið í Írlandi hefur nú verið þaggað um stund en írskir bardagaaðdáendur vonuðust eftir að titilbardaginn færi fram á Croke Park eða Aviva Stadium í Dublin.
Bardaginn mun þess í stað fara fram í Las Vegas þann 7. júlí og verður hápunkturinn á „International Fight Week“.
UFC 183 fer fram í kvöld og verður Conor McGregor meðal áhorfenda sem sérstakur gestur. Á viðburði sem fram fór í gær í tengslum við UFC 183 staðfesti McGregor að bardaginn færi fram þann 7. júlí í Las Vegas.
Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí

Tengdar fréttir

Á Siver möguleika gegn McGregor?
Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver.

McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband
Íslandsvinurinn Conor McGregor fór á kostum á blaðannafundi eftir sigurinn á Dennis Siver.

McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver
Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign.

Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver.

McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali
Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær.