Andrea Björk var fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 18:30 Mynd/ÍSÍ Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar lýkur í kvöld en hún var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar síðastliðinn. Átta íslenskir krakkar tóku þátt á Vetrarólympíuhátíðinni að þessu sinni en bestum árangri náði Reykvíkingurinn María Eva Eyjólfsdóttir í stórsvigi stúlkna þar sem hún endaði í 25. sæti. Kristín Valdís Örnólfsdóttir (26 sæti í listhlaupi á skautum) og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (26. sæti í stórsvigi) voru ekki langt undan. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins.Mynd/ÍSÍVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - fréttatilkynning frá ÍSÍ 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópu-æskunnar var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar. Að þessu sinni tóku átta íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara og fararstjórnar. Setningarathöfnin fór fram í mannvirki sem notað var fyrir keppni í skíðastökki meðan á leikunum stóð. Eins og á öðrum ólympískum viðburðum hófst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna var Ólympíueldurinn tendraður. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með sóma.AlpagreinarStórsvig og svig: Arnar Birkir Dansson, Akureyri, keppti í stórsvigi og svigi. Í stórsvigi hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68 mínútum. Arnar datt í fyrri ferðinni í svigi.Svig: Andrea Björk Birkisdóttir, Dalvík, kom í mark á tímanum 51.91 sekúndum í fyrri umferð og 53.83 sekúndum í seinni umferð og endaði í 41. sæti. Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík náði ekki að klára fyrri ferðina. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, kom í mark á tímanum 52.63 sekúndum sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Hún féll úr leik í seinni umferð. María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík, kom í mark á 51.80 sekúndum og var það 46. besti tíminn. Hún féll úr leik í seinni umferð.Stórsvig: Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 mínútur og 2.01,03 mínútur.Listhlaup Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Reykjavík, hlaut 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti.Listhlaup - Frjálsar æfingar Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn.Skíðaganga10 km klassísk ganga: Albert Jónsson, Ísafjörður, hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0 mínútum. Dagur Benediktsson, Ísafjörður, hafnaði í 78. sæti á tímanum 33.48,9 mínútur.7,5 km frjáls ganga: Albert hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3 mínútur. Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1 mínútur.Sprettganga: Albert var í 59. sæti (4.06,41 mínútur) í undanrásunum. Dagur (á mynd) var í 63. sæti (4.08,03 mínútur) í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar. Hátíðinni verður slitið í kvöld, föstudaginn 30. janúar. Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Sjá meira
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar lýkur í kvöld en hún var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar síðastliðinn. Átta íslenskir krakkar tóku þátt á Vetrarólympíuhátíðinni að þessu sinni en bestum árangri náði Reykvíkingurinn María Eva Eyjólfsdóttir í stórsvigi stúlkna þar sem hún endaði í 25. sæti. Kristín Valdís Örnólfsdóttir (26 sæti í listhlaupi á skautum) og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir (26. sæti í stórsvigi) voru ekki langt undan. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins.Mynd/ÍSÍVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar - fréttatilkynning frá ÍSÍ 12. Vetrarólympíuhátíð Evrópu-æskunnar var sett í Montafon í Austurríki þann 25. janúar. Að þessu sinni tóku átta íþróttamenn þátt fyrir Íslands hönd, auk flokksstjóra, þjálfara og fararstjórnar. Setningarathöfnin fór fram í mannvirki sem notað var fyrir keppni í skíðastökki meðan á leikunum stóð. Eins og á öðrum ólympískum viðburðum hófst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna var Ólympíueldurinn tendraður. Andrea Björk Birkisdóttir, keppandi í alpagreinum, var fánaberi íslenska liðsins og stóð sig með sóma.AlpagreinarStórsvig og svig: Arnar Birkir Dansson, Akureyri, keppti í stórsvigi og svigi. Í stórsvigi hafnaði hann í 61. sæti á tímanum 1.56,68 mínútum. Arnar datt í fyrri ferðinni í svigi.Svig: Andrea Björk Birkisdóttir, Dalvík, kom í mark á tímanum 51.91 sekúndum í fyrri umferð og 53.83 sekúndum í seinni umferð og endaði í 41. sæti. Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík náði ekki að klára fyrri ferðina. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, kom í mark á tímanum 52.63 sekúndum sem var 61. besti tíminn að lokinni fyrri umferð. Hún féll úr leik í seinni umferð. María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík, kom í mark á 51.80 sekúndum og var það 46. besti tíminn. Hún féll úr leik í seinni umferð.Stórsvig: Í stórsvigi stúlkna var brautin í fyrri ferðinni ansi erfið, alls féllu 33 keppendur úr leik í henni. Þar á meðal þær Elísa Arna Hilmarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir. María Eva Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu 25. og 26. sæti á tímunum 2.00,35 mínútur og 2.01,03 mínútur.Listhlaup Kristín Valdís Örnólfsdóttir, Reykjavík, hlaut 29.40 stig fyrir sínar æfingar og hafnaði í 26. sæti.Listhlaup - Frjálsar æfingar Kristín Valdís hafnaði í 27. sæti með 77.65 í heildareinkunn.Skíðaganga10 km klassísk ganga: Albert Jónsson, Ísafjörður, hafnaði í 76. sæti á tímanum 33.36,0 mínútum. Dagur Benediktsson, Ísafjörður, hafnaði í 78. sæti á tímanum 33.48,9 mínútur.7,5 km frjáls ganga: Albert hafnaði í 56. sæti á tímanum 21.52,3 mínútur. Dagur varð í 78. sæti á tímanum 23.21,1 mínútur.Sprettganga: Albert var í 59. sæti (4.06,41 mínútur) í undanrásunum. Dagur (á mynd) var í 63. sæti (4.08,03 mínútur) í undanrásunum. 30 efstu komust áfram í næstu umferð sprettgöngunnar. Hátíðinni verður slitið í kvöld, föstudaginn 30. janúar.
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Sjá meira