ISIS gerir atlögu að Kirkuk Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 11:17 Peshmerga hermenn á leið á víglínuna við Mosul. Vísir/AP Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02
Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56
Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15
Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17
Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42