Bílum að verðmæti 7 milljörðum króna bjargað úr strönduðu skipi Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 10:45 Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent
Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent