Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - FH 28-29 | Andri Berg hetja FH Anton Ingi Leifsson í Mýrinni skrifar 9. febrúar 2015 16:02 FH tryggði sér sæti í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins með sigri á Stjörnunni í nágrannaslag í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn var með fjörugasta móti þar sem meðal annars þrjú rauð spjöld fóru á loft. Lokatölur urðu 29-28.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndunum hér fyrir ofan. Stjarnan komst í 1-0, en FH jafnaði næst í 27-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Eftir ansi, ansi fjörugar lokamínútur tryggðu FH-ingar sér sigur eftir rosalega dramatík. Andri Berg Haraldsson reyndist hetjan. Stjörnumenn byrjuðu vel og náðu meðal annars að komast í 4-1, en hægt og rólega náðust gestirnir úr Hafnarfirði að komast inn í leikinn. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna og áttu í miklum vandræðum með Andra Hjartar Grétarsson sem var kominn með sex mörk í fyrri hálfleik þar á meðal tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Varnarleikur og markvarlsa gestanna var ekki til útflutnings í fyrri hálfleik, en þeir lentu þó aldrei meira en fjórum mörkum undir. Stjörnumnenn refsuðu grimmt fyrir þau mistök sem FH-ingar gerðu og spiluðu sig í fín færi. Níu leikmenn Stjörnunnar skoruðu í fyrri hálfleik. Magnús Óli dró vagninn fyrir gestina, en hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Vilhjálmur Halldórsson fékk svo að líta beint rautt spjald þremur mínútum fyrir hlé þegar hann fór aftan í Magnús Óla sem undirbjó sig undir skot. Vafasamur dómur, en líklega réttur. Staðan 19-16 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Markaleikur. Í síðari hálfleik benti allt til þess að Stjarnan væri gjörsamlega að fara kafsigla FH-liðið. Þeir voru komnir í 22-17 og allt féll með þeim og þeir voru að spila flotta vörn og sóknarleikurinn var góður á meðan ekki sjón var að sjá gestina. Hægt og bítandi náðu gestirnir að vinna sig inn í leikinn, en þeir jöfnuðu í 27-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var staðan í fyrsta skipti jöfn síðan í stöðunni 1-1. Bæði Þórir Ólafsson og Milos ivosevic fengu rautt spjald í síðari hálfleik og því þrír leikmenn Stjörnunnar fengið rautt. Andri Berg Haraldsson reyndist svo hetjan, þegar hann skoraði sigurmarkið tæplega mínútu fyrir leikslok. Hann skoraði þá í gegnum klof Björns Inga sem hafði reynst FH-ingum virkilega erfiður. Egill Magnússon reyndi að jafna metin, en Ágúst varði frá honum og sigur FH í höfn; 29-28. Þessi leikur var nokkuð skrautlegur. FH elti nánast allan leikinn, en stóð svo uppi sem sigurvegari. Ásbjörn Friðriksson var FH liðinu ansi mikilvægur í síðari hálfleik, en hann skoraði allt í allt átta mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sex og Benedikt Reynir Kristinsson skoraði sex auk þess að fiska fjögur víti. Ágúst Elí átti góða innkomu í mark FH í síðari hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Andri Hjartar Grétarsson sem stóð uppúr annars jöfnu liði Stjörnunnar. Hornamaðurinn eldfljóti skoraði sjö mörk úr átta skotum, en næstur kom Þórir Ólafsson með fimm mörk. Alls komust ellefu leikmenn Stjörnunnar á blað í kvöld. Björn Ingi var með um 40% markvörslu. FH er því komið í úrslitahelgina í Laugardalnum, en þar eru þeir ásamt ÍBV, Val og Haukum.Halldór: Hrósa HSÍ fyrir þetta fyrirkomulag „Það er alltaf sætt að vinna í 8-liða úrslitum þegar þú ert á leið í Höllina og alltaf gaman að vinna, en auðvitað var þetta sérstaklega sætt þar sem við vorum búnir að vera elta allan tímann,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Það heppnaðist allt hjá okkur síðustu sjö mínúturnar á meðan það fer allt í baklás hjá þeim. Afar sárt fyrir þá, en afar sætt fyrir okkur,” sem segir að sér hafi ekki verið hætt að lítast á blikuna.” „Mér var ekki hægt að lítast á blikuna, en mér fannst við aldrei vera líklegir. Við vorum alltaf að nálgast, en klikkuðum á dauðafærum og þessum grundvallaratriðum í handbolta. Spennustigið kannski hátt og það var ekkert allt að ganga upp.” „Við erum fimm undir 22-17 og þeir hefðu getað slátrað leiknum og ég hélt þeir myndu gera það. Það var slæmur kafli hjá okkur og þeir voru klaufar líka að láta reka sig alltaf útaf í tvær mínútur. Það er hlutur sem fer dálítið með þetta hjá þeim.” FH-ingar skoruðu tvö mörk úr átta vítum og þetta var nánast orðið fyndið á tímapunkti. Færanýtingin var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og Halldór var sammála því: „Það er ótrúlegt að þú vinnir svona jafnan leik þegar þú klikkar á sex vítum, það er mjög merkilegt. Auðvitað geta svona leikir komið, það er hluti af þessu að klikka og svona. Þetta var virkilega sætt og svolítið óvænt þegar á heildina er litið.” „Miðað við hvað við vorum óheppnir í leiknum við að missa menn útaf og svona, þá var gott að fá smá heppni með okkur í lokin.” „Ég fékk að taka þátt í þessari helgi fyrir tveimur árum þegar ég var með kvennaliðið hjá Fram og fór í úrslitaleik. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og ég hrósa HSÍ fyrir að hafa farið út í þetta fyrirkomulag.” „Þetta er bæði skemmtilegt fyrir leikmennina og aðstandendur liðanna. Það verður mjög gaman að vera hluti af þessari helgi með þessum frábæru liðum sem geta öll unnið þennan bikar. Það verður gaman að takast á við þetta. Við verðum að undirbúa okkur vel,” sagði Halldór Jóhann að lokum við Vísi kampakátur.Skúli: Þjáningarstarf að vera þjálfari „Það verður ekki mikið sárara,” sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, hundfúll í leikslok. „Það var mjög vont að missa Vilhjálm útaf í fyrri hálfleik, en við stóðum það af okkur. Við breyttum um vörn og spiluðum fína vörn.” „Þórir var að spila vel fyrir utan vörnina og hann var að klára hægri vænginn virkilega vel varnarlega og slútta vel í sókninni sem hefur verið pínu verkefni hjá okkur.” „Þegar við missum Þórir útaf var það ekki gott og þegar við missum Milos útaf varð þetta ennþá verra. Þetta var orðið erfitt undir lokin, en við vorum samt í þeirri stöðu að klikka dauðafærum og hefðum getað tryggt okkur áfram.” „Björn Ingi var að verja frábærlega í markinu, en því miður. Við fengum fínt færi undir lokin, skoruðum ekki og því endaði þetta svona.” „Mér fannst einn dómur af þessum þremur rauðu spjöldum allaveganna skrýtinn. Ég veit ekki alveg með dóminn hjá Þóri. Væntanlega fór Milos í andlitið á Benedikt, en sóknarmaðurinn er kominn mjög djúpt og á hann alltaf réttinn? Þetta er bara svona.” „Þetta er þjáningarstarf að vera þjálfari nema maður vinni alla leikina, þannig það er verkefni framundan hjá okkur,” sagði Skúli að lokum.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
FH tryggði sér sæti í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins með sigri á Stjörnunni í nágrannaslag í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn var með fjörugasta móti þar sem meðal annars þrjú rauð spjöld fóru á loft. Lokatölur urðu 29-28.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndunum hér fyrir ofan. Stjarnan komst í 1-0, en FH jafnaði næst í 27-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Eftir ansi, ansi fjörugar lokamínútur tryggðu FH-ingar sér sigur eftir rosalega dramatík. Andri Berg Haraldsson reyndist hetjan. Stjörnumenn byrjuðu vel og náðu meðal annars að komast í 4-1, en hægt og rólega náðust gestirnir úr Hafnarfirði að komast inn í leikinn. Þeir náðu hins vegar aldrei að jafna og áttu í miklum vandræðum með Andra Hjartar Grétarsson sem var kominn með sex mörk í fyrri hálfleik þar á meðal tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Varnarleikur og markvarlsa gestanna var ekki til útflutnings í fyrri hálfleik, en þeir lentu þó aldrei meira en fjórum mörkum undir. Stjörnumnenn refsuðu grimmt fyrir þau mistök sem FH-ingar gerðu og spiluðu sig í fín færi. Níu leikmenn Stjörnunnar skoruðu í fyrri hálfleik. Magnús Óli dró vagninn fyrir gestina, en hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Vilhjálmur Halldórsson fékk svo að líta beint rautt spjald þremur mínútum fyrir hlé þegar hann fór aftan í Magnús Óla sem undirbjó sig undir skot. Vafasamur dómur, en líklega réttur. Staðan 19-16 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Markaleikur. Í síðari hálfleik benti allt til þess að Stjarnan væri gjörsamlega að fara kafsigla FH-liðið. Þeir voru komnir í 22-17 og allt féll með þeim og þeir voru að spila flotta vörn og sóknarleikurinn var góður á meðan ekki sjón var að sjá gestina. Hægt og bítandi náðu gestirnir að vinna sig inn í leikinn, en þeir jöfnuðu í 27-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var staðan í fyrsta skipti jöfn síðan í stöðunni 1-1. Bæði Þórir Ólafsson og Milos ivosevic fengu rautt spjald í síðari hálfleik og því þrír leikmenn Stjörnunnar fengið rautt. Andri Berg Haraldsson reyndist svo hetjan, þegar hann skoraði sigurmarkið tæplega mínútu fyrir leikslok. Hann skoraði þá í gegnum klof Björns Inga sem hafði reynst FH-ingum virkilega erfiður. Egill Magnússon reyndi að jafna metin, en Ágúst varði frá honum og sigur FH í höfn; 29-28. Þessi leikur var nokkuð skrautlegur. FH elti nánast allan leikinn, en stóð svo uppi sem sigurvegari. Ásbjörn Friðriksson var FH liðinu ansi mikilvægur í síðari hálfleik, en hann skoraði allt í allt átta mörk. Magnús Óli Magnússon skoraði sex og Benedikt Reynir Kristinsson skoraði sex auk þess að fiska fjögur víti. Ágúst Elí átti góða innkomu í mark FH í síðari hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Andri Hjartar Grétarsson sem stóð uppúr annars jöfnu liði Stjörnunnar. Hornamaðurinn eldfljóti skoraði sjö mörk úr átta skotum, en næstur kom Þórir Ólafsson með fimm mörk. Alls komust ellefu leikmenn Stjörnunnar á blað í kvöld. Björn Ingi var með um 40% markvörslu. FH er því komið í úrslitahelgina í Laugardalnum, en þar eru þeir ásamt ÍBV, Val og Haukum.Halldór: Hrósa HSÍ fyrir þetta fyrirkomulag „Það er alltaf sætt að vinna í 8-liða úrslitum þegar þú ert á leið í Höllina og alltaf gaman að vinna, en auðvitað var þetta sérstaklega sætt þar sem við vorum búnir að vera elta allan tímann,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Það heppnaðist allt hjá okkur síðustu sjö mínúturnar á meðan það fer allt í baklás hjá þeim. Afar sárt fyrir þá, en afar sætt fyrir okkur,” sem segir að sér hafi ekki verið hætt að lítast á blikuna.” „Mér var ekki hægt að lítast á blikuna, en mér fannst við aldrei vera líklegir. Við vorum alltaf að nálgast, en klikkuðum á dauðafærum og þessum grundvallaratriðum í handbolta. Spennustigið kannski hátt og það var ekkert allt að ganga upp.” „Við erum fimm undir 22-17 og þeir hefðu getað slátrað leiknum og ég hélt þeir myndu gera það. Það var slæmur kafli hjá okkur og þeir voru klaufar líka að láta reka sig alltaf útaf í tvær mínútur. Það er hlutur sem fer dálítið með þetta hjá þeim.” FH-ingar skoruðu tvö mörk úr átta vítum og þetta var nánast orðið fyndið á tímapunkti. Færanýtingin var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og Halldór var sammála því: „Það er ótrúlegt að þú vinnir svona jafnan leik þegar þú klikkar á sex vítum, það er mjög merkilegt. Auðvitað geta svona leikir komið, það er hluti af þessu að klikka og svona. Þetta var virkilega sætt og svolítið óvænt þegar á heildina er litið.” „Miðað við hvað við vorum óheppnir í leiknum við að missa menn útaf og svona, þá var gott að fá smá heppni með okkur í lokin.” „Ég fékk að taka þátt í þessari helgi fyrir tveimur árum þegar ég var með kvennaliðið hjá Fram og fór í úrslitaleik. Þetta er frábært fyrir íslenskan handbolta og ég hrósa HSÍ fyrir að hafa farið út í þetta fyrirkomulag.” „Þetta er bæði skemmtilegt fyrir leikmennina og aðstandendur liðanna. Það verður mjög gaman að vera hluti af þessari helgi með þessum frábæru liðum sem geta öll unnið þennan bikar. Það verður gaman að takast á við þetta. Við verðum að undirbúa okkur vel,” sagði Halldór Jóhann að lokum við Vísi kampakátur.Skúli: Þjáningarstarf að vera þjálfari „Það verður ekki mikið sárara,” sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, hundfúll í leikslok. „Það var mjög vont að missa Vilhjálm útaf í fyrri hálfleik, en við stóðum það af okkur. Við breyttum um vörn og spiluðum fína vörn.” „Þórir var að spila vel fyrir utan vörnina og hann var að klára hægri vænginn virkilega vel varnarlega og slútta vel í sókninni sem hefur verið pínu verkefni hjá okkur.” „Þegar við missum Þórir útaf var það ekki gott og þegar við missum Milos útaf varð þetta ennþá verra. Þetta var orðið erfitt undir lokin, en við vorum samt í þeirri stöðu að klikka dauðafærum og hefðum getað tryggt okkur áfram.” „Björn Ingi var að verja frábærlega í markinu, en því miður. Við fengum fínt færi undir lokin, skoruðum ekki og því endaði þetta svona.” „Mér fannst einn dómur af þessum þremur rauðu spjöldum allaveganna skrýtinn. Ég veit ekki alveg með dóminn hjá Þóri. Væntanlega fór Milos í andlitið á Benedikt, en sóknarmaðurinn er kominn mjög djúpt og á hann alltaf réttinn? Þetta er bara svona.” „Þetta er þjáningarstarf að vera þjálfari nema maður vinni alla leikina, þannig það er verkefni framundan hjá okkur,” sagði Skúli að lokum.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira