Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 11:07 Einn af þeim sex viðskiptavinum sem tengjast Íslandi og afhjúpaðir eru í gögnum HSBC er með íslenskt vegabréf. Vísir/Getty Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Útibú breska bankans HSBC í Sviss hjálpaði viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum að því er fram kemur í leynilegum gögnum bankans sem afhjúpuð voru af evrópskum fjölmiðlum um helgina. Gögnin eru frá árunum 2005-2007 og ný yfir 30.000 bankareikninga með heildarinnistæðu upp á 120 milljarða Bandaríkjadala. Gögnin sýna meðal annars að bankinn vann ásamt viðskiptavinum sínum að því að fela svokallaða „svarta“ reikninga fyrir skattayfirvöldum en á meðal viðskiptavina bankans voru til dæmis glæpamenn og spilltir viðskiptajöfrar. Í gögnunum kemur fram að sex viðskiptavinir bankans tengist Íslandi á einhvern hátt, þar af er einn sem er með íslenskt vegabréf. Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. Kaupa yfirvöld gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum? Mikil umræða hefur farið fram víða um heim varðandi skattaskjól, möguleika yfirvalda á að kaupa gögn um þá sem fært hafa peninga sína þangað og þar með skotið undan skatti í heimalandinu. Ísland er þar engin undantekning og hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagt að ekki standi á sínu ráðuneyti að kaupa gögn úr erlendum skattaskjólum sem leitt gætu í ljós skattaundanskot Íslendinga. Boltinn sé hins vegar alfarið hjá skattrannsóknarstjóra sem Bjarni sakar um að draga lappirnar í málinu. Haft er eftir Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, í Fréttablaðinu í dag að hún efist um að Bjarni vilji kaupa umrædd gögn og segir ráðherrann draga þjóð sína á asnaeyrunum. Þá segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, að Bjarni geti leyst málið með öðrum leiðum en því að senda skattrannsóknarstjóra tóninn í fjölmiðlum sé vilji til þess.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23