Helga María æfir sig í Winter Park í Denver en hægt er að fylgjast með henni á Facebook síðu hennar eins og sjá má hér að neðan.
Tveir dagar eru í að hún haldi á keppnissvæðið í Vail og Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum.
Helga María er þó ekki eini íslenski keppandinn á mótinu því þeir eru sex alls. Auk Helgu keppa Erla Ásgeirsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, María Guðmundsdóttir, Einar Kristinn Kristgeirsson og Magnús Finnsson.
Stelpurnar keppa í stórsvigi á fimtudaginn og svigi á laugardaginn eftir viku. Strákarnir keppa í stórsvigi á föstudaginn og svigi á sunnudaginn kemur.