Fréttaskýring: Brátt verður barist um Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 09:30 Tveir hafa verið nefndir, fyrst og síðast, sem mögulegur næsti forseti íslenska lýðveldisins: Ólafur Ragnar og Jón Gnarr. Og báðir teljast líklegir. Vísir Nú er rúmt ár í næsta kjörtímabil forseta íslenska lýðveldisins ljúki. Tveir kandídatar standa uppúr sem líklegastir til að hafna á Bessastöðum, sá sem þar er fyrir og svo Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri. Samkvæmt heimildum Vísis eru talsvert meiri líkur en minni á að hann láti slag standa. Vísir ræddi við fjölmarga sem þekkja vel til og láta sig málið varða. Það ágæta fólk, sem hér verður ónefnt, skýtur síður en svo loku fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir endurkjöri, þó eitt og annað gæti orðið til að flækjast fyrir framboði hans. Ef þetta gengur eftir, sem er viðbúið, er víst að baráttan um Bessastaði verður hörð.Þó Ólafur Ragnar hafi gefið til kynna að hann myndi hætta um mitt þetta tímabil, gera margir ráð fyrir því að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu.vísir/gvaRoskinn en ern Árið 2012 var Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn í embættið með 53 prósenta gildra atkvæða. Ólafur Ragnar lét menn bíða lengi eftir því að hann tilkynnti um að hann ætlaði aftur fram. Og mælti við það tækifæri þessi fleygu orð: „Og eftir þó nokkra umhugsun þá var það niðurstaða mín að verða við þessum óskum en þó með þeim fyrirvara eins og ég nefni í yfirlýsingunni að þegar vonandi allt verður orðið stöðugra og kyrrð hefur færst yfir, bæði varðandi stjórnskipun og stöðu mála í landinu, þá hafi menn á því skilning að ég muni þá ekki sitja út allt næsta kjörtímabil og forsetakosningar fari þá fram fyrr en ella." Svo virðist sem Ólafi Ragnari hafi ekki orðið að ósk sinni, þá með að hér sé stöðugra og kyrrð hafi færst yfir, því enn situr Ólafur, og það sem meira er: Menn gera því jafnvel skóna að hann muni gefa kost á sér enn og aftur en hann varð forseti árið 1996, þá 5. forseti lýðveldisins. Forsetinn er orðinn roskinn, hann er fæddur 1943, en ern. Ef hann situr í eitt kjörtímabil til þá verður hann 77 ára þegar því lýkur.Icesave-forsetinn Á Facebook er skorað á Ólaf Ragnar að sitja áfram og til ársins 2020. Þar segir meðal annars að nú séu komnir 1000 áskorendur á þremur dögum. „Sem er mjög gott.“ Stofnandi síðunnar, Guðmundur Franklín, var í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir skömmu og gerði þar grein fyrir þessari afstöðu sinni. Hann segir hagkvæmasta kostinn þennan. Þá þurfi ekki að borga tveimur forsetum laun. Hann er þannig í raun, tveir fyrir einn. Guðmundur Franklín lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með störf Ólafs Ragnars, taldi hann frábæran forseta.Makinn skiptir máli og víst er að Dorrit forsetafrú er verulega vinsæl meðal almennings og er ekki feimin við sviðsljósið.vísir/daníelOg víst er að Ólafur Ragnar býr að mjög hollum stuðningsmönnum, en segja má að hann hafi algerlega endurnýjað í þeim hópi; þeir sem í fyrstu gátu ekki hugsað sér hann sem forseta eru nú helstu stuðningsmenn hans og svo öfugt. Þetta tengist vitaskuld því hvernig hann hefur umgengist embættið, einkum Icesave-málinu; hann vegur það og metur út frá geðþótta hvort hann telur rétt að beita synjunarvaldi sínu og vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og afstaða fólks til Icesave-málsins virðist eiga sér augljósa fylgni meðal þeirra sem styðja forsetann.Guðfaðir ríkisstjórnarinnar Það getur skipt máli hvernig ríkisstjórnin er samansett þegar gengið er til forsetakosninga. Kenningin er þá sú að almenningur vilji velja sér einhvers konar mótvægi við ríkisstjórnina. Og þessi ríkisstjórn telst seint með þeim vinsælli. Þetta er vitaskuld skammsæ hugsun því ríkisstjórnir koma og fara meðan reynslan er sú að forsetar sitji talsvert lengur. Þá myndast sú staða að forsetinn er enginn öryggisventill, en fólk horfir til þess að forsetinn geti reynst slíkur, á ögurstund. En, þessi tilhneiging gæti einmitt reynst farartálmi fyrir hugsanlegt framboð Ólafs Ragnars; hann er guðfaðir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé vænlegt til vinsælda. Ólafur Ragnar þykir einhver mesti refur íslenskrar stjórnmálasögu sem um getur og lifir allt af. Hann gerir sér án nokkurs efa grein fyrir þessari tilhneigingu. Ef hann fer að setja ofaní við Sigmund Davíð Gunnlaugsson gæti það verið til marks um að hann sé að sverja af sér króann og ætli fram.Gnarr-hjónin. Samkvæmt heimildum Vísis tekur Jóhanna kona Jóns því alls ekki fjarri að bóndi sinn fari fram. En, það mun óhjákvæmlega þýða að kastljósið mun beinast að henni.vísir/stefánBetri helmingurinn heitur og hinn volgur Víkur þá sögunni að hinum sem helst hefur verið nefndur. Samkvæmt heimildum Vísis ræður Jóhanna Jóhannsdóttir, betri helmingur Jóns, stóru og smáu á því heimili. Og hún mun ekki hafa tekið hugmyndinni illa. Meðan Jón hins vegar gegndi embætti borgarstjóra var til þess tekið að nánast var sem lagt væri uppúr því að halda henni frá sviðsljósinu. Þeim hætti þarf líkast til að breyta, því makar forseta Íslands þykja hafa skyldum að gegna; að þeir komi fram við opinberar athafnir ásamt ektamaka sínum. Jón hefur gefið til kynna í viðtölum að hann sé volgur. En, honum þætti ekki tímabært að vera að spekúlera um það af „virðingu við embættið og þann sem gegnir embættinu – forsetann í augnablikinu,“ sagði hann til að mynda við Helga Seljan þáttastjórnanda útvarpsþáttarins Vikulokin. Þarna er kominn glænýr Jón Gnarr fram á sjónarsviðið, sem á árum áður var þekktur fyrir það í sínum tíma í útvarpsþættinum Tvíhöfða að bera ekki neina sérstaka virðingu fyrir „embættinu“. Þá er spurt hvort það fari Jóni vel að vera virðulegur? Hvor hann sé ekki með því að vinna gegn því sem einmitt hefur aflað honum vinsælda – sem er að vera trúður.Jón Gnarr segist volgur. Í könnunum kemur fram að mikill meirihluti þeirra sem tekur afstöðu til spurningarinnar styður hann.vísir/ernirVirðulegur, hofmannlegur; tignarlegur Og að sjálfsögðu hafa aðdáendur hans stofnað sérstaka síðu á Facebook þar sem skorað er á Jón að gefa kost á sér. Nú þegar eru um sex þúsund manns skráðir þar. Synd væri að segja að líflegt sé í á þessu vefsvæði; þarna er aðallega tengt við einhverjar fréttir og greinar þar sem Jón Gnarr kemur við sögu. Þó erfitt sé að alhæfa þar um er líklegt að stór hluti þjóðarinnar líti svo á að embætti forseta Íslands sé fyrst og fremst virðulegt. Að sá sem því gegni sé jafnvel hofmannlegur; tignarlegur. Þetta eru ekki einkunnir sem nokkrum manni hefur dottið í hug að tengja við Jón Gnarr, jafnvel ekki þegar hann var borgarstjóri. Þetta er sem sagt bæði styrkur og veikleiki. Þeim sem ekki þykir mikið til þessa embættis koma hljóta í því ljósi að líta til Jóns – en þetta er hins vegar vandrataður vegur að feta.Fáir aðrir komnir fram í dagsljósið Engin önnur nöfn eru komin fram, svo heitið geti, sem mögulegir kandídatar í baráttuna um Bessastaði. Í könnun sem 365 lét vinna og birtist í nóvember fyrir um þremur mánuðum kemur á daginn að Jón nýtur langmests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Sextán prósent þeirra sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá hann sem næsta forseta Íslands, þrjú prósent nefndu Ólaf Ragnar Grímsson og þrjú prósent Rögnu Árnadóttur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent vilja fá Jón í embættið. Næst flestir sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson og Rögnu Árnadóttur, en í báðum tilfellum voru níu prósent sem sögðust vilja þau.Aðeins er ár í forsetakosningar en fá nöfn hafa verið nefnd sem hugsanlegir kandídatar.vísirÞessi könnun er allrar athygli verð en þar kemur á daginn að Jón er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54 prósent karla myndu vilja hann sem næsta forseta á móti 36 prósent kvenna. Aftur á móti er Ragna Árnadóttir mun vinsælli á meðal kvenna en karla. Tólf prósent kvenna sem tóku afstöðu myndu vilja hana sem næsta forseta en sjö prósent karla. Fá nöfn önnur eru uppi. Í þessari tilteknu könnun komu þau Þóra Arnórsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðendur frá því í síðustu kosningum, uppúr hattinum. Þrjú prósent nefndu Þóru og tvö Ara Trausta.Hvað gerir Ólafur Ragnar? Enn og aftur er upp komin þessi staða í íslensku þjóðlífi og þessi spurning sem er: Hvað gerir Ólafur Ragnar? Hún kemur reglulega upp, til að mynda í tengslum við áskoranir um þjóðaratkvæðagreiðslu eða kosningarnar. Þá beinast augu alls almennings að Bessastöðum. Ólafur Ragnar virðist njóta þess að draga mannskapinn á svörum og velur sér stundirnar til að tilkynna um hvað hann ætlar sér. Og víst er að tímasetningarnar eru vandlega úthugsaðar, þannig dró hann mannskapinn lengi vel á svörum um hvort hann ætlaði að gefa kost á sér aftur fyrir þremur árum. Og þegar hann mætti til leiks, þá mætti hann grimmur og átti Þóra Arnórsdóttir, keppinautur hans í fyrstu í kosningabaráttunni, fá svör við leikjum hans. En, spurningarnar sem Ólafur Ragnar þarf að spyrja sig eru nokkrar. Fyrir það fyrsta ætlar hann fram? Sé svarið já, mun hann tímasetja það vandlega hvenær tilkynning þar um berst, þá að teknu tilliti til þess hvort önnur framboð líti dagsins ljós og þá hver. Ætli hann sér ekki fram, skiptir tímasetningin ekki síður máli. Og það ræðst af afstöðu hans til hugsanlegs framboðs Jóns. Hugsanlega er einhver kandídat sem enn hefur ekki verið nefndur, sem væri til í að kljást við Jón, en ekki þá báða í kosningaslag. Víst er að þeir tveir höfða til svo ólíkra hópa að hvor um sig myndi alltaf taka eitthvað af hugsanlegu fylgi þess þriðja. Hugnist honum hins vegar að Jón Gnarr verði sinn arftaki á Bessastöðum, þá gerir hann Jóni mestan greiðann með því að tilkynna þetta seint og um síðir; því þá verður erfiðara fyrir þann 3. eða 4. að kynna sitt framboð og koma því á kortið. Forsetakosningar 2016 Fréttaskýringar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Nú er rúmt ár í næsta kjörtímabil forseta íslenska lýðveldisins ljúki. Tveir kandídatar standa uppúr sem líklegastir til að hafna á Bessastöðum, sá sem þar er fyrir og svo Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri. Samkvæmt heimildum Vísis eru talsvert meiri líkur en minni á að hann láti slag standa. Vísir ræddi við fjölmarga sem þekkja vel til og láta sig málið varða. Það ágæta fólk, sem hér verður ónefnt, skýtur síður en svo loku fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson sækist eftir endurkjöri, þó eitt og annað gæti orðið til að flækjast fyrir framboði hans. Ef þetta gengur eftir, sem er viðbúið, er víst að baráttan um Bessastaði verður hörð.Þó Ólafur Ragnar hafi gefið til kynna að hann myndi hætta um mitt þetta tímabil, gera margir ráð fyrir því að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu.vísir/gvaRoskinn en ern Árið 2012 var Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn í embættið með 53 prósenta gildra atkvæða. Ólafur Ragnar lét menn bíða lengi eftir því að hann tilkynnti um að hann ætlaði aftur fram. Og mælti við það tækifæri þessi fleygu orð: „Og eftir þó nokkra umhugsun þá var það niðurstaða mín að verða við þessum óskum en þó með þeim fyrirvara eins og ég nefni í yfirlýsingunni að þegar vonandi allt verður orðið stöðugra og kyrrð hefur færst yfir, bæði varðandi stjórnskipun og stöðu mála í landinu, þá hafi menn á því skilning að ég muni þá ekki sitja út allt næsta kjörtímabil og forsetakosningar fari þá fram fyrr en ella." Svo virðist sem Ólafi Ragnari hafi ekki orðið að ósk sinni, þá með að hér sé stöðugra og kyrrð hafi færst yfir, því enn situr Ólafur, og það sem meira er: Menn gera því jafnvel skóna að hann muni gefa kost á sér enn og aftur en hann varð forseti árið 1996, þá 5. forseti lýðveldisins. Forsetinn er orðinn roskinn, hann er fæddur 1943, en ern. Ef hann situr í eitt kjörtímabil til þá verður hann 77 ára þegar því lýkur.Icesave-forsetinn Á Facebook er skorað á Ólaf Ragnar að sitja áfram og til ársins 2020. Þar segir meðal annars að nú séu komnir 1000 áskorendur á þremur dögum. „Sem er mjög gott.“ Stofnandi síðunnar, Guðmundur Franklín, var í ítarlegu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir skömmu og gerði þar grein fyrir þessari afstöðu sinni. Hann segir hagkvæmasta kostinn þennan. Þá þurfi ekki að borga tveimur forsetum laun. Hann er þannig í raun, tveir fyrir einn. Guðmundur Franklín lýsti jafnframt yfir mikilli ánægju með störf Ólafs Ragnars, taldi hann frábæran forseta.Makinn skiptir máli og víst er að Dorrit forsetafrú er verulega vinsæl meðal almennings og er ekki feimin við sviðsljósið.vísir/daníelOg víst er að Ólafur Ragnar býr að mjög hollum stuðningsmönnum, en segja má að hann hafi algerlega endurnýjað í þeim hópi; þeir sem í fyrstu gátu ekki hugsað sér hann sem forseta eru nú helstu stuðningsmenn hans og svo öfugt. Þetta tengist vitaskuld því hvernig hann hefur umgengist embættið, einkum Icesave-málinu; hann vegur það og metur út frá geðþótta hvort hann telur rétt að beita synjunarvaldi sínu og vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og afstaða fólks til Icesave-málsins virðist eiga sér augljósa fylgni meðal þeirra sem styðja forsetann.Guðfaðir ríkisstjórnarinnar Það getur skipt máli hvernig ríkisstjórnin er samansett þegar gengið er til forsetakosninga. Kenningin er þá sú að almenningur vilji velja sér einhvers konar mótvægi við ríkisstjórnina. Og þessi ríkisstjórn telst seint með þeim vinsælli. Þetta er vitaskuld skammsæ hugsun því ríkisstjórnir koma og fara meðan reynslan er sú að forsetar sitji talsvert lengur. Þá myndast sú staða að forsetinn er enginn öryggisventill, en fólk horfir til þess að forsetinn geti reynst slíkur, á ögurstund. En, þessi tilhneiging gæti einmitt reynst farartálmi fyrir hugsanlegt framboð Ólafs Ragnars; hann er guðfaðir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé vænlegt til vinsælda. Ólafur Ragnar þykir einhver mesti refur íslenskrar stjórnmálasögu sem um getur og lifir allt af. Hann gerir sér án nokkurs efa grein fyrir þessari tilhneigingu. Ef hann fer að setja ofaní við Sigmund Davíð Gunnlaugsson gæti það verið til marks um að hann sé að sverja af sér króann og ætli fram.Gnarr-hjónin. Samkvæmt heimildum Vísis tekur Jóhanna kona Jóns því alls ekki fjarri að bóndi sinn fari fram. En, það mun óhjákvæmlega þýða að kastljósið mun beinast að henni.vísir/stefánBetri helmingurinn heitur og hinn volgur Víkur þá sögunni að hinum sem helst hefur verið nefndur. Samkvæmt heimildum Vísis ræður Jóhanna Jóhannsdóttir, betri helmingur Jóns, stóru og smáu á því heimili. Og hún mun ekki hafa tekið hugmyndinni illa. Meðan Jón hins vegar gegndi embætti borgarstjóra var til þess tekið að nánast var sem lagt væri uppúr því að halda henni frá sviðsljósinu. Þeim hætti þarf líkast til að breyta, því makar forseta Íslands þykja hafa skyldum að gegna; að þeir komi fram við opinberar athafnir ásamt ektamaka sínum. Jón hefur gefið til kynna í viðtölum að hann sé volgur. En, honum þætti ekki tímabært að vera að spekúlera um það af „virðingu við embættið og þann sem gegnir embættinu – forsetann í augnablikinu,“ sagði hann til að mynda við Helga Seljan þáttastjórnanda útvarpsþáttarins Vikulokin. Þarna er kominn glænýr Jón Gnarr fram á sjónarsviðið, sem á árum áður var þekktur fyrir það í sínum tíma í útvarpsþættinum Tvíhöfða að bera ekki neina sérstaka virðingu fyrir „embættinu“. Þá er spurt hvort það fari Jóni vel að vera virðulegur? Hvor hann sé ekki með því að vinna gegn því sem einmitt hefur aflað honum vinsælda – sem er að vera trúður.Jón Gnarr segist volgur. Í könnunum kemur fram að mikill meirihluti þeirra sem tekur afstöðu til spurningarinnar styður hann.vísir/ernirVirðulegur, hofmannlegur; tignarlegur Og að sjálfsögðu hafa aðdáendur hans stofnað sérstaka síðu á Facebook þar sem skorað er á Jón að gefa kost á sér. Nú þegar eru um sex þúsund manns skráðir þar. Synd væri að segja að líflegt sé í á þessu vefsvæði; þarna er aðallega tengt við einhverjar fréttir og greinar þar sem Jón Gnarr kemur við sögu. Þó erfitt sé að alhæfa þar um er líklegt að stór hluti þjóðarinnar líti svo á að embætti forseta Íslands sé fyrst og fremst virðulegt. Að sá sem því gegni sé jafnvel hofmannlegur; tignarlegur. Þetta eru ekki einkunnir sem nokkrum manni hefur dottið í hug að tengja við Jón Gnarr, jafnvel ekki þegar hann var borgarstjóri. Þetta er sem sagt bæði styrkur og veikleiki. Þeim sem ekki þykir mikið til þessa embættis koma hljóta í því ljósi að líta til Jóns – en þetta er hins vegar vandrataður vegur að feta.Fáir aðrir komnir fram í dagsljósið Engin önnur nöfn eru komin fram, svo heitið geti, sem mögulegir kandídatar í baráttuna um Bessastaði. Í könnun sem 365 lét vinna og birtist í nóvember fyrir um þremur mánuðum kemur á daginn að Jón nýtur langmests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands. Sextán prósent þeirra sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá hann sem næsta forseta Íslands, þrjú prósent nefndu Ólaf Ragnar Grímsson og þrjú prósent Rögnu Árnadóttur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47 prósent vilja fá Jón í embættið. Næst flestir sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson og Rögnu Árnadóttur, en í báðum tilfellum voru níu prósent sem sögðust vilja þau.Aðeins er ár í forsetakosningar en fá nöfn hafa verið nefnd sem hugsanlegir kandídatar.vísirÞessi könnun er allrar athygli verð en þar kemur á daginn að Jón er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54 prósent karla myndu vilja hann sem næsta forseta á móti 36 prósent kvenna. Aftur á móti er Ragna Árnadóttir mun vinsælli á meðal kvenna en karla. Tólf prósent kvenna sem tóku afstöðu myndu vilja hana sem næsta forseta en sjö prósent karla. Fá nöfn önnur eru uppi. Í þessari tilteknu könnun komu þau Þóra Arnórsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðendur frá því í síðustu kosningum, uppúr hattinum. Þrjú prósent nefndu Þóru og tvö Ara Trausta.Hvað gerir Ólafur Ragnar? Enn og aftur er upp komin þessi staða í íslensku þjóðlífi og þessi spurning sem er: Hvað gerir Ólafur Ragnar? Hún kemur reglulega upp, til að mynda í tengslum við áskoranir um þjóðaratkvæðagreiðslu eða kosningarnar. Þá beinast augu alls almennings að Bessastöðum. Ólafur Ragnar virðist njóta þess að draga mannskapinn á svörum og velur sér stundirnar til að tilkynna um hvað hann ætlar sér. Og víst er að tímasetningarnar eru vandlega úthugsaðar, þannig dró hann mannskapinn lengi vel á svörum um hvort hann ætlaði að gefa kost á sér aftur fyrir þremur árum. Og þegar hann mætti til leiks, þá mætti hann grimmur og átti Þóra Arnórsdóttir, keppinautur hans í fyrstu í kosningabaráttunni, fá svör við leikjum hans. En, spurningarnar sem Ólafur Ragnar þarf að spyrja sig eru nokkrar. Fyrir það fyrsta ætlar hann fram? Sé svarið já, mun hann tímasetja það vandlega hvenær tilkynning þar um berst, þá að teknu tilliti til þess hvort önnur framboð líti dagsins ljós og þá hver. Ætli hann sér ekki fram, skiptir tímasetningin ekki síður máli. Og það ræðst af afstöðu hans til hugsanlegs framboðs Jóns. Hugsanlega er einhver kandídat sem enn hefur ekki verið nefndur, sem væri til í að kljást við Jón, en ekki þá báða í kosningaslag. Víst er að þeir tveir höfða til svo ólíkra hópa að hvor um sig myndi alltaf taka eitthvað af hugsanlegu fylgi þess þriðja. Hugnist honum hins vegar að Jón Gnarr verði sinn arftaki á Bessastöðum, þá gerir hann Jóni mestan greiðann með því að tilkynna þetta seint og um síðir; því þá verður erfiðara fyrir þann 3. eða 4. að kynna sitt framboð og koma því á kortið.
Forsetakosningar 2016 Fréttaskýringar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira