Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 14:25 Mikið útstreymi af gasi kemur frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. Vísir/Guðbergur Davíðsson Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01
Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55