Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2015 21:45 Haraldur Sigurðsson bendir í átt til Hrappseyjar, sem liggur undan Stykkishólmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri. Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni og einna líkast því sem er á tunglinu. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ í kvöld en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Eyjan Hrappsey er um fimm kílómetra utan við Stykkishólm og fræg fyrir prentsmiðju og bókaútgáfu en þar var fyrsta íslenska prentsmiðjan sem prentaði eingöngu veraldleg rit en ekki kirkjubækur. Hrappsey blasir við frá heimili Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings en í Stykkishólmi rekur hann eldfjallasafn þar sem einstakri jarðfræði Hrappseyjar er meðal annars gerð skil. Bergið kallast anortósít. „Það er mjög sjaldgæft á jörðinni en mjög þungt og sterkt og fallegt berg en mjög algengt á tunglinu afturámóti,“ segir Haraldur.Haraldur sýnir berg úr Hrappsey á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í þættinum Um land allt á Stöð 2 skýrir Haraldur hvernig Hrappsey myndaðist fyrir um tíu milljónum ára þegar þar var mjög stór eldstöð. Bergið í Hrappsey storknaði með samskonar hætti og þegar tunglið storknaði frá því að vera glóandi eldhnöttur. Tærir og glærir krystallar hafi byrjað að myndast í kvikunni. „Og þeir eru eðlisléttari en kvikan og fljóta upp í kvikunni og mynda lag ofan á kvikunni, eins og rjóminn ofan á undanrennu. Svo storknar það lag og þá verður þetta berg til. Þannig eru Hrappsey og tunglið að sumu leyti skyld.“ -Þannig að Hrappsey er einstök i íslenskri jarðsögu? „Hún er það. Það er enginn vafi.“ Haraldur telur að nær hefði verið að láta bandarísku Apollo geimfarana æfa sig í Hrappsey heldur en í Öskju á árunum 1965 og 1967 þegar þeir undirbjuggu sig fyrir tunglferðirnar. „Það hefði verið ágætt að þjálfa þá í Hrappsey. Þá hefðu þeir þekkt þetta berg. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að sjá, þegar þeir lentu.“Bjarni Benediktsson forsætisráðherra heilsaði upp á Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum sumarið 1967. Tveimur árum síðar gekk Armstrong fyrstur manna á tunglinu.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.
Dalabyggð Geimurinn Um land allt Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira