Ford Focus RS er öskrandi 320 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Ford Focus RS. Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira