Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 12:00 Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram. ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram.
ESB-málið Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent