Söfnuðu gulli í Þrándheimi 3. febrúar 2015 18:30 Daníel Jens og Ingibjörg Erla. mynd/aðsend Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Íslenskr taekwondo-fólk stóð sig vel í Noregi um síðustu helgi og unnu til fjölda verðlauna á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi. Alls fóru 25 keppendur frá Íslandi og unnu þeir til 6 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og 6 bronsverðlauna. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir frá Selfossi vörðu báðar Norðurlandameistaratitla sína í greininni. Ingibjörg Erla varð Norðurlandameistari í fimmta sinn, nokkuð sem fáir ef nokkrir hafa leikið eftir og sannar það svo ekki sé um villst að hún er ein besta taekwondokona Evrópu um þessar mundir. Ástrós vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í röð, þrátt fyrir ungan aldur. Ástrós vann það einstaka afrek að hreppa gullverðlaun bæði í bardaga og formum og er afar sjaldgæft að keppendur sem komnir eru svo langt í íþróttinni skuli skara fram úr í báðum hlutum hennar. Ennfremur varð Ástrós fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í formum. Annar Keflvíkingur, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, vann sinn þriðja Norðurlandameistaratitil í bardaga og það rétt rúmlega tveimur vikum eftir að hafa verið valinn taekwondokeppandi Reykjavik International Games 2015. Þessi ungi keppandi á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni og er nánast ósigrandi í sínum flokki. Daníel Jens Pétursson frá Selfossi varð Norðurlandameistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann vann bardaga sína með miklum mun, og var undanúrslitabardaginn hjá Daníel stöðvaður í þriðju lotu vegna yfirburða hans. Daníel sannaði þar enn eina ferðina að hann er öflugasti taekwondomaður Íslands, enda nýkrýndur RIG meistari. Gunnar Snorri Svanþórsson, frá Selfossi, vann einnig sinn flokk með miklum yfirburðum, og var undanúrslitabardagi hans stöðvaður í þriðju lotu, líkt og bardagi Daníels, liðsfélaga hans hjá Selfossi, vegna yfirburða. Íslendingar áttu gríðarlega góðu gengi að fagna á NM sem haldið var í Keflavík árið 2014 og fylgdu því svo sannarlega vel eftir á þessu móti hjá nágrönnum okkar í Noregi. Íþróttin hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fjölmargir einstaklega efnilegir keppendur hafa litið dagsins ljós sem sett hafa stefnuna á Ólympíuleika í framtíðinni.Íslenski hópurinn.mynd/aðsend
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira