Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í gær.
Kolbeinn Höður kom í mark á 21,64 sekúndum og bætti fjögurra ára Íslandsmet FH-ingsins Óla Tómasar Freyssonar.
Óli Tómas Freysson hljóp 200 metrana á 21,65 sekúndum 24. febrúar 2008 og var Íslandmetið hans því næstum orðið sjö ár gamalt.
Í öðru sæti varð Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR á persónulegu meti (21,69 sekúndum) og þriðji var Ari Bragi Kárason úr FH á 22,11 sekúndum.
Í 60 metra hlaupi síðar um daginn sigraði Ari Bragi á tímanum 7,00 sekúndum og Kolbeinn Höður varð annar á tímanum 7,01 sekúndum eða aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir Ara.
Kolbeinn Höður bætti tæplega sjö ára Íslandsmet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti





Fleiri fréttir
