Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2015 20:26 Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03