Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 28-27, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.
Liðin voru jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar með 20 stig fyrir leikinn og því um afar mikilvægan sigur að ræða hjá Haukakonum.
Ef staða liðanna breytist ekki í lokaumferðum tímabilsins þá munu Haukar hafa heimavallarrétt þegar þessi lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor.
Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka en þær Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir Eyjaliðið.
ÍBV - Haukar 27-28 (14-13)
Mörk ÍBV: Vera Lopes 7, Ester Óskarsdóttir 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Telma Amado 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.
Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 8, Marija Gedroit 6, Karen Helga Díönudóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir.
Haukar sóttu tvö stig til Eyja
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Hólmbert Aron til Suður-Kóreu
Fótbolti

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn