Margir bíða þáttarins með mikilli eftirvæntingu en Comedy Central hefur sent frá sér stutt myndskeið til að minna á að frumsýning hans nálgast. Atburðarásin í myndskeiðinu er ekki flókin, Bieber stillir sér upp, berum að ofan, fyrir framan myndavél og eggjum er kastað í hann.
Með þessu er verið að vísa til þess þegar Bieber var handtekinn fyrir að kasta eggjum í hús nágranna síns í fyrra, þá nítján ára gamall. Sjá má myndskeiðið í spilaranum hér fyrir neðan.