„Bárðarbunga er mamman og börnin eru byrjuð að leika sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 16:33 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, hélt fyrirlestur um eldgosið í Holuhrauni í Háskóla Íslands í dag. Vísir/Valli „Ég heyrði þennan fyrirlestur auglýstan í útvarpinu áðan og þar var sagt að hér myndi koma fram „allt sem þú vilt vita um eldgosið“. Ég ætla nú ekki að lofa ykkur því,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun, og uppskar hlátur viðstaddra við upphaf fyrirlestrar um eldgosið í Holuhrauni í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu. Augljóst er að mikill áhugi er enn á meðal almennings á eldgosinu en fullt var út úr dyrum í Hátíðarsalnum auk þess sem opna þurfti aukastofur svo fleiri kæmust fyrir. Í fyrirlestrinum fór Ármann yfir upphaf eldgossins og hvernig það hefur þróast frá því það hófst í lok ágúst á seinasta ári en hátt í 100 vísindamenn hafa komið að rannsóknum á gosinu.14 milljón tonn af gasi Í máli Ármanns kom fram að gosið í Holuhrauni, eða Nornahrauni, eins og jarðvísindamenn vilja kalla það er stærsta eldgos á Íslandi seinustu 200-300 árin. Þetta sýna mælingar vísindamanna á magni kviku sem komið hefur upp í gosinu. „Meðalframleiðsla á kviku á Íslandi á heilli öld eru 5 rúmkílómetrar. Um 40% þess hefur nú komið upp bara í þessu eldgosi,“ sagði Ármann. Mesta hættan sem stafað hefur af eldgosinu er gasútstreymi þess en í upphafi gossins fóru um 140.000 tonn af brennisteini út á dag. Í dag eru fara um 5.000 tonn af brennisteini frá gosinu út í andrúmsloftið en heildarútstreymið er nálægt 14 milljónum tonna. „Til samanburðar má benda á að Evrópa losar um 5 milljón tonna á ári þannig að þið sjáið að þetta er væg viðbót kerfið,“ sagði Ármann.Alvarlegt ástand sem kallar á að gerðar séu varúðarráðstafanir Mikið hefur verið rætt um þær takmarkanir sem settar eru almenningi hvað varðar aðgang að gosstöðvunum og út í þetta var spurt við lok fyrirlestursins í dag. „Við erum að glíma við eitt stærsta eldfjall landsins, Bárðarbungu, sem er að mestu leyti hulin jökli. Ef eitthvað hreyfir sig undir jöklinum hafa þeir sem eru þarna í grenndinni um 15-20 mínútur til að koma sér í burtu. Segjum að það séu 400-500 manns dreifðir þarna um sandana með ferðaþjónustuaðilum þegar kallið kemur. Það munu kannski 100-200 manns ná að koma sér í burtu og hvernig ætlarðu að réttlæta fjöldann sem verður eftir? Á meðan við erum að glíma við svona alvarlegt ástand og alvarlegt eldfjall verður að gera varúðarráðstafanir,“ svaraði Ármann. Hann sagði það versta sem gæti gerst væri að fá stórt sprengigos undir jökli sem hefði í för með sér mikil flóð. Stór hluti raforkuframleiðslunnar væri til að mynda kominn í vandræði ef flóðið færi til suðurs. Aðspurður hversu langur fyrirvarinn væri á stóru sprengigosi svaraði Ármann: „Fyrirvarinn kom 16. ágúst þegar skjálftavirknin hófst í Bárðarbungu. Þú getur eiginlega ekki fengið lengri fyrirvara en það. Bárðarbungan er mamman í þessu eldfjallakerfi og nú eru börnin byrjuð að leika sér, eins og með eldgosinu sem stendur núna.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir „Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40 Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Ég heyrði þennan fyrirlestur auglýstan í útvarpinu áðan og þar var sagt að hér myndi koma fram „allt sem þú vilt vita um eldgosið“. Ég ætla nú ekki að lofa ykkur því,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun, og uppskar hlátur viðstaddra við upphaf fyrirlestrar um eldgosið í Holuhrauni í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu. Augljóst er að mikill áhugi er enn á meðal almennings á eldgosinu en fullt var út úr dyrum í Hátíðarsalnum auk þess sem opna þurfti aukastofur svo fleiri kæmust fyrir. Í fyrirlestrinum fór Ármann yfir upphaf eldgossins og hvernig það hefur þróast frá því það hófst í lok ágúst á seinasta ári en hátt í 100 vísindamenn hafa komið að rannsóknum á gosinu.14 milljón tonn af gasi Í máli Ármanns kom fram að gosið í Holuhrauni, eða Nornahrauni, eins og jarðvísindamenn vilja kalla það er stærsta eldgos á Íslandi seinustu 200-300 árin. Þetta sýna mælingar vísindamanna á magni kviku sem komið hefur upp í gosinu. „Meðalframleiðsla á kviku á Íslandi á heilli öld eru 5 rúmkílómetrar. Um 40% þess hefur nú komið upp bara í þessu eldgosi,“ sagði Ármann. Mesta hættan sem stafað hefur af eldgosinu er gasútstreymi þess en í upphafi gossins fóru um 140.000 tonn af brennisteini út á dag. Í dag eru fara um 5.000 tonn af brennisteini frá gosinu út í andrúmsloftið en heildarútstreymið er nálægt 14 milljónum tonna. „Til samanburðar má benda á að Evrópa losar um 5 milljón tonna á ári þannig að þið sjáið að þetta er væg viðbót kerfið,“ sagði Ármann.Alvarlegt ástand sem kallar á að gerðar séu varúðarráðstafanir Mikið hefur verið rætt um þær takmarkanir sem settar eru almenningi hvað varðar aðgang að gosstöðvunum og út í þetta var spurt við lok fyrirlestursins í dag. „Við erum að glíma við eitt stærsta eldfjall landsins, Bárðarbungu, sem er að mestu leyti hulin jökli. Ef eitthvað hreyfir sig undir jöklinum hafa þeir sem eru þarna í grenndinni um 15-20 mínútur til að koma sér í burtu. Segjum að það séu 400-500 manns dreifðir þarna um sandana með ferðaþjónustuaðilum þegar kallið kemur. Það munu kannski 100-200 manns ná að koma sér í burtu og hvernig ætlarðu að réttlæta fjöldann sem verður eftir? Á meðan við erum að glíma við svona alvarlegt ástand og alvarlegt eldfjall verður að gera varúðarráðstafanir,“ svaraði Ármann. Hann sagði það versta sem gæti gerst væri að fá stórt sprengigos undir jökli sem hefði í för með sér mikil flóð. Stór hluti raforkuframleiðslunnar væri til að mynda kominn í vandræði ef flóðið færi til suðurs. Aðspurður hversu langur fyrirvarinn væri á stóru sprengigosi svaraði Ármann: „Fyrirvarinn kom 16. ágúst þegar skjálftavirknin hófst í Bárðarbungu. Þú getur eiginlega ekki fengið lengri fyrirvara en það. Bárðarbungan er mamman í þessu eldfjallakerfi og nú eru börnin byrjuð að leika sér, eins og með eldgosinu sem stendur núna.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40 Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent