Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar réðst til atlögu gegn fjölda manns fyrr í dag sem grunaðir eru um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Dagens Nyheter greinir frá því að í samhæfðum aðgerðum lögreglu hafi verið ráðist gegn fólki sem grunað er um stórfelld efnahagsbrot.
Heimildir DN herma að saksóknari gruni að fólkið hafi sent illa fengið fé til ISIS-samtakanna í Sýrlandi.
Talsmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu hefur enn ekki tjáð um málið.
Svíar ráðast gegn fjárhagslegum bakhjörlum ISIS
Atli Ísleifsson skrifar
