George R.R. Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókaseríunnar, sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á, segir að aðdáendur þáttanna þurfi að vera á tánum. Karakterar þar muni deyja, sem ekki deyja í bókunum. Bækurnar, sem og þættirnir, eru þekktar fyrir sláandi dauða karaktera.
Martin mætti óvænt á Writers Guild Westa verðlaunahátíðina um helgina þar sem hann varaði aðdáendur við.
„Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum,“ sagði hann. „Svo þið þurfið að vera á tánum. David og D. B. eru blóðþyrstari en ég.“ David Beinhoff og D. B. Weiss eru framleiðendur þáttanna Game of Thrones. Þetta kemur fram á vefnum ComicBook.com.
Nú í apríl byrja sýningar á fimmtu seríu Game of Thrones og eru þættirnir búnir að ná bókunum. George R.R. Martin segir að þrátt fyrir að hann eigi eftir að skrifa tvær bækur af sjö: The Winds of Winter og The Dream of Spring, sé ekki ljóst hve margar sjónvarpsseríur séu eftir.
„Þetta er vinsælasti þátturinn í dag, en verður hann það eftir tvö ár? Vinsælir þættir koma og fara og sjónvarpið breytist og ég hef séð það áður. Ég vona auðvitað að þeir muni segja alla söguna. Sama hvað gerist með þættina mun ég klára bækurnar.“
„Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“

Tengdar fréttir

Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones
Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna.

Ný stikla fyrir Game of Thrones
Sjáðu hvað mun gerast í fimmtu seríu.