Einar Kristinn Krisgeirsson nældi sér í þátttökurétt í aðalkeppninni í svigi eftir fínan árangur í undankeppninni.
Hann náði ekki að fylgja því eftir í kvöld því hann féll úr leik í fyrri umferðinni.
Einar var ekki sá eini sem lenti í vandræðum í erfiðri brautinni. Fjölmargir skíðakappar féllu í fyrru umferðinni.
Síðasti keppandinn frá Íslandi hefur þar með lokið keppni á þessu HM.
Einar Kristinn féll í fyrri umferðinni

Tengdar fréttir

María stóð sig best í Vail
María Guðmundsdóttir lenti í 36. sæti í svigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum.

Helga María í 60. sæti í fyrri ferð í stórsvigi á HM
Helga María Vilhjálmsdóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna í stórsvigi á HM í alpagreinum í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum en fyrri ferðinni er nú lokið.

Frábær endakafli hjá Einari Kristni - komst í seinni ferðina
Einar Kristinn Kristgeirsson náði 55. sæti í fyrri ferð í stórsvigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. Einar Kristinn tryggði sér þar með aðra ferð seinna í kvöld.

Einar Kristinn í 48. sæti í stórsvigi á HM
Einar Kristinn Kristgeirsson endaði í 48. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum sem fer fram þessa dagana í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum.

Einar tryggði sér sæti í aðalkeppninni
Einar gerði vel og tekur þátt í aðalkeppninni í kvöld.