Jónína heillaði dómnefndina upp úr skónum með laginu „One and only“ með Adele og fékk einróma já frá dómurunum.
Bubbi var svo heillaður af flutningi Jónínu að hann fór upp á svið og faðmaði hana. „Það sem hreif mig er að þú varst að syngja upp á líf og dauða og þegar svona frystihússtelpa getur þetta þá bara fer maður upp á svið og faðmar,“ sagði Bubbi.
Jón Jónsson sagðist ekki vita neitt um keilu en frammistaða Jónínu hafi verið fella.
Selma Björnsdóttir var í skýjunum með Jónínu. „Þú ert sannarlega kona að mínu skapi. Ég fíla þig í tælur. Mér finnst þú algjör fyrirmynd og ég er ótrúlega ánægð með að þú skyldir koma hingað og kýla á það,“ sagði Selma.