Svigi lauk á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í gær, en keppt er í Vail í Bandaríkjunum. María Guðmundsdóttir stóð sig best íslenskra keppenda.
María lenti í 36. sæti. Fyrri ferðina fór hún á 55;78, en þá síðari 52;62. Næst kom Helga María Vilhjálmsdóttir í 42. sæti á 57;60 og 53;92.
Erla Ásgeirsdóttir var svo í því 45., en hún skíðaði á 57;87 og 55;06. Freydís Halla Einarsdóttir komst ekki í síðari umferðina, en einungis sextíu efstu tóku aftur svig.
Mikaela Shriffrin frá Bandaríkjunum vann, en hún fór á tímanum 50;07 og 48;41.

