Dagbjartur Daði Jónsson hermdi á frumlegan hátt eftir útgáfu Andy Serkis af Gollri úr Hringadróttinssögu og kvaddi sviðið með því að „flexa“ vöðvana. Vinabeiðnum hefur rignt yfir drenginn á Facebook síðan þátturinn var sýndur á sunnudaginn.
Næsti þáttur af Ísland Got Talent verður næstkomandi sunnudag og mun þá ný símkosning hefjast. Þátttakendur geta unnið kúpt 55“ LG snjallsjónvarp að andvirði 600.000 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 250 þúsund króna gjafakort frá Íslandsbanka. Dregið verður úr innsendum atkvæðum 6. mars næstkomandi.