Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að flestir bandarískir hermenn í Líberíu verði farnir þaðan í lok apríl. Einungis hundrað af 2.800 verða eftir til að berjast gegn ebóluveirunni áfram. Forseti Líberíu segist segist vongóð um að hægt verði að sigra veiruna.
Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu, hefur þó áhyggjur af því að veiran muni koma aftur og segir að Líbería þurfi að hafa heilbrigðiskerfi sem virki. Þetta er haft eftir henni á vef BBC.
Síðustu tvær vikur hefur ebólusmitum fjölgað, en fyrir það hafði þeim fækkað verulega. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að í Síerra Leóne hafi flest ný tilfelli komið upp. Þar komu upp 76, 65 í Gíneu og þrjú í Líberíu.
Sirleaf þakkar alþjóðasamfélaginu fyrir hjálpina, en hún segir að það hjálp hafi borist seint. Þegar hún barst hafi það hjálpað gífurlega mikið.
Bandaríkin kalla hermenn sína frá Líberíu
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent