Fórnarlamb „swatting“ brast í grát Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2015 15:00 John Peters var ekki ánægður með að lögreglumenn voru plataðir til að gera árás á heimili fjölskyldu hans. Vísir/Getty Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube. Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube.
Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira