Ford ljær hraðkynni nýja merkingu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 14:10 Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent