Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður U19 ára landsliðs karla í fótbolta og danska stórliðsins FCK, verður að öllum líkindum lánaður frá félaginu, samkvæmt heimildum Vísis.
Kristján Flóki yfirgaf æfingaferð FCK á dögunum til að æfa með sænska liðinu Brommapojkarna þar sem Magni Fannberg er þjálfari, en nú virðist ljóst að hann verður lánaður frá félaginu um einhvern tíma til að ná sér í leikreynslu.
Þessi gríðarlega efnilegi 19 ára gamli sóknarmaður hefur verið á mála hjá FCK síðan 2013, en hann var markahæsti leikmaður U19 ára liðs félagsins á síðustu leiktíð og næst markahæstur í deildinni.
Hann á að baki 18 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim sex mörk. Þá spilaði hann 13 leiki fyrir U17 ára landsliðið og skoraði tvö mörk.
Kristján Flóki náði að spila tvo meistaraflokksleiki fyrir FH í Pepsi-deildinni; einn sumarið 2012 og annan 2013.
Kristján Flóki líklega lánaður frá FCK
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
