Sköflungurinn fór í sundur í bílslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 15:15 Hafsteinn Ægir Geirsson verður í gipsi næstu vikurnar. vísir/ernir/facebook Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook Íþróttir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Sjá meira
Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook
Íþróttir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Sjá meira