Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2015 16:06 Mohammed Emwazi og æskuheimili hans í North Kensington í London. Vísir/AFP/AP Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala. Mið-Austurlönd Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira