Í tilkynningu frá almannavörnum segir að nauðsynlegt sé að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu.
„Áfram verður fylgst með gasmenguninni frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan Vatnajökuls.
Almannavarnir vinna áfram á hættustigi, en litakóði fyrir flug hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan. Næsti fundur vísindamannaráðs er fyrirhugaður þriðjudaginn 3. mars 2015.“
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að frá því í gærmorgun hafi mælst rúmlega tuttugu jarðskjálftar í Bárðarbungu.
Stærsti skjálftinn mældist 1,8 að stærð klukkan 18:41 í gærkvöldi.Í kvikuganginum mældust einnig rúmlega 20 skjálftar og voru þeir undir 1,2 að stærð. Við Herðubreið voru tæplega 10 skjálftar, allir minni en 1,2 stig.“
Að neðan má sjá ljósmyndir sem Haraldur Unason Diego tók yfir gosstöðvunum í gær.


