Konurnar í sviðsljósinu á UFC 184 Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. febrúar 2015 08:00 Ronda Rousey hefur haft mikla yfirburði í bardögum sínum til þessa. Vísir/Getty UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45
Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00