Konurnar í sviðsljósinu á UFC 184 Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. febrúar 2015 08:00 Ronda Rousey hefur haft mikla yfirburði í bardögum sínum til þessa. Vísir/Getty UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
UFC 184 fer fram í kvöld þar sem þær Ronda Rousey og Cat Zingano eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Konurnar í UFC fá að njóta athyglinnar í kvöld enda eru tveir aðalbardagar kvöldsins spennandi kvennabardagar. Ronda Rousey er orðin ein skærasta stjarnan í heimi bardagaíþrótta í dag. Síðan Rousey sagði skilið við júdó hefur ferill hennar í MMA farið hratt upp á við. Hún hefur klárað alla 10 bardaga sína og eru fáar sem standast henni snúninginn í búrinu. Rousey er með afar sterkan bakgrunn í júdó enda hlaut hún bronsverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008. Aftur á móti hefur hún tekið stórtækum framförum í boxinu á undanförnu og sigrað síðustu tvo andstæðinga sína með tæknilegu rothöggi (sigraði Alexis Davis eftir aðeins 16 sekúndur). Þar áður hafði hún sigrað alla átta bardaga sína á „armbar“ uppgjafartaki. Andstæðingur Rousey í kvöld verður Cat Zingano en líkt og Rousey er Zingano ósigruð í MMA. Zingano hefur átt afar erfitt uppdráttar en auk tveggja hnéaðgerða (sem héldu henni frá keppni í 17 mánuði) framdi eiginmaður hennar sjálfsmorð í ársbyrjun 2014.Barátta Cat Zingano Það eru fleiri áhugaverðir bardagar á dagskrá í kvöld en Holly Holm, margfaldur heimsmeistari í hnefaleikum, þreytir frumraun sína í UFC gegn Raquel Pennington. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir spáir henni sigri annað kvöld en hún birti spá sína fyrir bardagakvöldið á vef MMA Frétta í gær. Þá mun Gleison Tibau berjast sinn 25. UFC bardaga (það næst mesta í sögu UFC), sem er nokkuð merkilegt þar sem hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga á sínum átta árum í UFC. Bein útsending hefst kl 3 á Stöð 2 Sport en eftirtaldir fimm bardagar eru á dagskrá Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Cat Zingano Bantamvigt kvenna: Holly Holm gegn Raquel Pennington Veltivigt: Josh Koscheck gegn Jake Ellenberger Veltivigt: Alan Jouban gegn Richard Walsh Léttvigt: Gleison Tibau gegn Tony Ferguson
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45 Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
UFC 175: Tveir titilbardagar í nótt Í nótt fara tveir titilbardaga fram á UFC 175. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefst útsendingin kl 2 á Stöð 2 Sport. 5. júlí 2014 16:45
Rousey og Wozniacki guðdómlegar í sundfatahefti SI | Myndbönd Bardagakvendið Ronda Rousey þyngdi sig fyrir myndatökuna hjá Sports Illustrated. 10. febrúar 2015 12:00