Táningar í dreifnámi lífga upp byggðirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2015 19:55 Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt". Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Áhugaleikfélög hafa lifnað á ný í þremur byggðum við Húnaflóa; á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi. Þetta er sagt tengjast því að ungmenni þurfa ekki lengur að fara í burtu í framhaldsskóla og geta nú stundað fjarnám í heimabyggð.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á sér 35 ára sögu á Sauðárkróki en fyrir þremur árum var byrjað að bjóða upp á svokallað dreifnám í nýjum útibúum skólans á Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík. Um 15 nemendur stunda námið í vetur á hverjum stað, alls 46 nemendur, að sögn Ingileifar Oddsdóttur skólameistara. Starfsstöðin á Hvammstanga er í félagsheimilinu en umsjónarmaður dreifnámsins þar, Rakel Runólfsdóttir félagsráðgjafi, segir það hafa mjög mikla þýðingu fyrir samfélagið.Á Hvammstanga fer dreifnámið fram í félagsheimilinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta lífgar upp á bæinn. Þetta snýst auðvitað bara um aðgengi að námi. Þetta er réttindamál að þessir krakkar hafi aðgang að námi og foreldrar geti haft börnin sín heima fram að sjálfræðisaldri,” segir Rakel í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Kennararnir eru staðsettir í skólanum á Sauðárkróki, í fréttunum sést Ásgeir H. Aðalsteinsson kenna stærðfræði í gegnum netsamband. En hver er árangurinn í samanburði við hefðbundna kennslu? „Ég held að það hafi nú ekkert verið mælt nákvæmlega hvort einkunnir á prófi komi betur eða verr út. En ég tek eftir einu; að þau mæta betur í dreifnáminu,” segir Ásgeir.Nemendur á Hvammstanga í stærðfræðitíma hjá kennara á Sauðárkróki.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingileif skólameistari telur það ekki tilviljun að samhliða þessu hafi áhugaleikfélögin á Hvammstanga, Hólmavík og Blönduósi öll lifnað á ný. En ekki aðeins fylgir líf og fjör unga fólkinu, foreldrarnir upplifa dreifnámið sem bætt búsetuskilyrði. „Áður þurftu bara krakkarnir að fara í burtu. Þá þurfti fólk að gera það upp við sig hvort það vildi senda börnin sín burtu og halda úti tveimur heimilum jafnvel, þar sem ekki er heimavist, eða þá að fara með þeim,” segir Rakel. „Þannig að þessi viðbót er ofsalega mikilvæg fyrir byggðir eins og þessa.”46 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára geta búið heima hjá sér í vetur í byggðunum við Húnaflóa og stundað fjarnám í framhaldsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fjallað var um mannlíf á Hvammstanga á Stöð 2 í þættinum „Um land allt".
Blönduós Húnaþing vestra Strandabyggð Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins. 25. febrúar 2015 20:02