Handbolti

Hverjar fara í úrslitaleikinn í kvöld? | Gróttuliðið með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gróttustelpur eru taldar sigurstranglegastar. Hér er Eva Björk Davíðsdóttir í leik með liðinu.
Gróttustelpur eru taldar sigurstranglegastar. Hér er Eva Björk Davíðsdóttir í leik með liðinu. Vísir/Vilhelm
Undanúrslit Coca Cola bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og þar berjast Valur og Haukar annarsvegar og ÍBV og Grótta hinsvegar um sæti í úrslitaleiknum á Laugardaginn.

Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins fékk sex leikmenn úr hinum liðum Olís-deildar kvenna til þess að spá fyrir um hvaða tvö lið komast í úrslitaleikinn og hvort þeirra verði síðan bikarmeistari.

Grótta er ótvíræður sigurvegari könnunarinnar en allar eru stelpurnar vissar um að Grótta fari alla leið og fagni bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.

Grótta er í efsta sæti Olís-deildarinnar en liðin í öðru og þriðja sæti, Stjarnan og Fram, komust ekki í undanúrslit keppninnar.  



Spá sex leikmanna úr Olís-deild kvenna:

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Haukar og Grótta - Grótta bikarmeistari

Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni

Valur og Grótta - Grótta bikarmeistari

Thea Imani Sturludóttir, Fylki

Valur og Grótta - Grótta bikarmeistari

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi

Valur og Grótta - Grótta bikarmeistari

Aníta Mjöll Ægisdóttir, FH

Haukar og Grótta - Grótta bikarmeistari

Martha Hermannsdóttir, KA/Þór

Valur og Grótta - Grótta bikarmeistari  



Samantekt:

Hvaða lið fara í bikarúrslitaleikinn 2015?

Grótta - 6 atkvæði

Valur - 4 atkvæði

Haukar - 2 atkvæði

Hvaða lið verður bikarmeistari kvenna 2015?

Grótta - 6 atkvæði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×