Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2015 20:02 Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30