Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2015 20:42 Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03