Tók leigubíl fyrir 37 þúsund kall þegar það byrjaði að gjósa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 12:14 "Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt," segir Magnús Tumi. Vísir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, tók leigubíl fyrir 37 þúsund krónur frá Leirubakka í Landsveit til Reykjavíkur á upphafsdögum gossins í Holuhrauni. Þetta kom fram í þættinum Eldgosið í Holuhrauni á RÚV í gær og sagði Magnús Tumi að þetta væri dýrasti leigubíll sem hann hefði tekið. „Það má ekki skilja það þannig að mér hafi þótt þessi bíll eitthvað sérstaklega dýr. Þetta var bara skrýtin ferð og langur vegur þarna um miðja nótt. Það var því afskaplega gott að geta leitað til þessa bílstjóra sem keyrði okkur og var mjög greiðvikinn,“ segir Magnús Tumi léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann var staddur á Leirubakka þar sem vísindamenn voru með námskeið fyrir doktorsnema en var svo vakinn um miðja nótt því það var komið gos. „Við drifum okkur því tvö í bæinn, ég og einn doktorsnemi. Þetta er svona það sem kemur upp stundum.“ Jón Pálsson, leigubílstjóri í Rangárvallasýslu, er alvanur að keyra ferðamenn langar vegalengdir til og frá sveitinni sem og innan sveitarinnar. Hann hefur keyrt leigubíl í 11 ár en það hefur þó ekki komið fyrir áður að hann hafi þurft að bruna með vísindamenn í bæinn vegna náttúruhamfara. „Það lengsta sem ég hef farið er frá Hellu og út á Akranes en þetta var einstakt tilfelli. Ég hafði gríðarlega gaman af þessu og Magnús er þægilegur maður og kemur vel fyrir,“ segir Jón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01 Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57 Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00
Rúmlega tíu skjálftar mældust í Bárðarbungu Frá því um hádegi í gær mældust rúmlega tíu jarðskjálftar í Bárðarbungu og voru þeir stærstu um 2 af stærð. 23. febrúar 2015 10:01
Sjáðu hvernig eldgosið í Holuhrauni þróaðist á tveimur mánuðum Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur sett myndband inn á Facebook-síðu sína sem sýnir eldgosið í Holuhrauni í október og nóvember á síðasta ári. 15. febrúar 2015 18:57
Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. 4. febrúar 2015 14:25