Carmen Tyson-Thomas er í leikmannahóp Keflavíkur sem mætir Grindavík í úrslitum Powerade-bikars kvenna. Líkur voru á að Tyson-Thomas myndi ekki spila, en annað kom á daginn.
Tyson-Thomas rifbeinsbrotnaði í leik gegn Val í byrjun mánaðarins. Taleya Mayberry, leikmaður Vals, braut þá á henni og voru Keflvíkingar allt annað en sáttir með brotið.
Þessi öflugi bandaríski leikmaður var talinn rifbeinsbrotinn, en hún hefur náð að jafna sig af meiðslunum og er klár í slaginn.
Úrslitaleikurinn hefst klukkan 13:30 og er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.
Tyson-Thomas með Keflavík í úrslitunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn


Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
