„Þetta er eins og gáta sem þarf að leysa í hvert einasta skipti. Það eru engin takmörk yfir hversu hátt þú getur farið,“ bætir hún við.
Þessi 26 ára gamla fyrrverandi háskólastjarna festi á sig GoPro-myndavél og leyfði öllum að sjá hvernig það er að svífa yfir rána.
Sjálf hefur Stokke hæst stokkið 4,36 metra, en hún náði aldrei að fylgja eftir glæsilegum háskólaferli á stóra sviðinu.
Í myndbandinu hér að neðan má upplifa að einhverju leyti hvernig það er að fara í stangarstökk.