Fleiri tugir manna eru látnir eftir að þrjár bílsprengjur sprungu í borginni Qubbah í austurhluta Líbíu fyrr í dag.
Sprengjurnar sprungu við bensínstöð, fyrir utan skrifstofur öryggisþjónustunnar og skrifstofur borgarstjórnar. Að sögn létust fjörutíu manns í árásunum og sjötíu særðust.
Þingmaðurinn Aguila Saleh segir í samtali við Reuters að árásin virðist hafa verið hefndaraðgerð vegna árása Egyptalandshers gegn ISIS í nágrannabænum Derna.
Egypski herinn hóf árásir sínar í byrjun vikunnar eftir að hryðjuverkasamtökin birtu myndband þar sem 21 Egypti var tekinn af lífi á líbískri strönd.
Ástandið í Líbíu hefur verið mjög óstöðugt allt frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var hrakinn frá völdum og tekinn af lífi fyrir fjórum árum síðan.
Tugir látnir í sprengingum í Líbíu
Atli Ísleifsson skrifar
