Guðmundur Reynir spilar með Ólsurum í sumar: Verður að vera flygill á staðnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 12:17 Guðmundur Reynir Gunnarsson verður mikill liðsstyrkur fyrir Ólsara. vísir/daníel „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira