Reynslunni ríkari eftir sigur og tvö töp Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. mars 2015 19:30 Bjarki Ómarsson sigraði í gær. Mjölnir Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst. MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Þrír Mjölnismenn kepptu í MMA í Liverpool í gærkvöldi. Einn sigur og tvö töp er uppskera gærkvöldsins en kapparnir eru allir reynslunni ríkari eftir kvöldið. Fyrstur af Íslendingunum var hinn tvítugi Bjarki Ómarsson. Hann mætti nautsterkum og reyndum andstæðingi en Bjarki sigraði allar þrjár loturnar og sigraði eftir dómaraákvörðun. Andstæðingur hans sló eins og sleggja og sótti mikið en Bjarki hélt ró sinni og nýtti sér yfirburði sína – flott prófraun fyrir þennan tvítuga strák. Næstur í búrið var Magnús Ingi Ingvarsson en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús hafði mikla yfirburði í fyrstu lotunni og fyrri helming í annarri lotu en eftir þungt hnéspark í kinnbeinið snérist taflið við. Barnett náði inn þungum hamarshöggum í gólfinu og eftir 2. lotu var Magnús hættur að sjá með öðru auganu vegna bólgu. Magnús og hornið ákváðu að hætta áður en 3. lotan byrjaði en þetta var fyrsta tap Magnúsar í MMA. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi í léttvigt þar sem Birgir Örn Tómasson mætti Gavin Hughes. Í þessum fimm lotu bardaga náði Hughes nokkrum fellum á Birgi sem náði þó alltaf að standa aftur upp án þess að Hughes gæti gert nokkurn skaða. Birgir náði aftur á móti nokkrum mjög góðum höggum í Hughes sem var vankaður um tíma. Andlit Hughes leit illa út eftir bardagann á meðan ekkert sást á Birgi. Dómararnir dæmdu þó Hughes sigurinn í vil á meðan Birgir hlaut sitt fyrsta tap í MMA. Ítarlegri lýsingu á bardögunum má sjá á vef MMA Frétta hér. Strákarnir eru allir reynslunni ríkari eftir harða bardaga gegn sterkum andstæðingum. Bardagamennirnir þrír geta lært talsvert af bardögum sínum og koma eflaust enn sterkari til leiks næst.
MMA Tengdar fréttir Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. 6. mars 2015 19:15
Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30