FCK sigur í Kaupmannahafnarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 16:07 Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira
FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira