Nordsjælland vann stórsigur á SönderjyskE, 4-0, í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Lærisveinar Ólafs Kristjánsson höfðu tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum eftir vetrarfríið en þeir sneru blaðinu svo sannarlega við í dag.
Joshua John (2), David Moberg-Karlsson og Oliver Thychosen skoruðu mörk Nordsjælland sem er komst með sigrinum upp fyrir SönderjyskE í 6. sæti deildarinnar.
Guðmundur Þórarinsson og Guðjón Baldvinsson voru í byrjunarliði Nordsjælland en sá síðarnefndi var tekinn af velli í hálfleik. Rúnar Alex Rúnarssonar sat allan tímann á varamannabekknum.
Baldur Sigurðsson kom inn á sem varamaður í liði SönderjyskE á 67. mínútu.

