Þetta segir einn fjölmargra viðmælenda í heimildarmyndinni Íslenska krónan, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag.

Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt.
Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft.
Áætlaðar eru nokkrar sýningar á myndinni en hægt er að nálgast nánari upplýsingar og kaupa miða á vef Bíó Paradísar.