Það eru svo mikið meiðsli í leikmannahópi FH í kvöld að þjálfarinn er mættur í búning.
Halldór Jóhann Sigfússon var frábær leikmaður á sínum tíma. Afar klókur leikstjórnandi. Lék lengst af með KA, fór til Essen í Þýskalandi og spilaði síðustu leiki sína með Fram.
Ísak Rafnsson, Benedikt Reynir Kristinsson og ungir menn í liði FH eru meiddir í kvöld og því varð þjálfarinn að henda sér í búning þó svo það sé nokkuð síðan hann spriklaði.
Hann mun þó ekki koma inn á völlinn nema mikið gangi á.
Halldór Jóhann dregur fram skóna á nýjan leik

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 20-33 | Svart kvöld í handboltasögu FH
Það var eins gott að það var frítt í Krikann í kvöld því handboltinn sem FH bauð upp á var ekki krónu virði. Þeir voru niðurlægðir af erkifjendum sínum í Haukum sem hefðu getað flengt þá enn fastar ef þeir hefðu einfaldlega nennt því.