Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2015 17:20 Bjartmar Þórðarson. Vísir/Stefán/E.Ól Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk á dögunum bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir og systkin hans tók. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum en lánið er um 25 ára gamalt. „Samkvæmt þessu lítur út fyrir að ég hafi verið ábyrgðarmaður í þrettán ár á láni sem ég vissi ekki að ég væri ábyrgðarmaður fyrir. Eflaust eru lánin fleiri þar sem ég á fleiri systkini,“ segir Bjartmar í samtali við Vísi. Bjartmar telur að verið sé að senda út bréf til fólks í kjölfarið á máli sem að Guðmundur Steingrímsson, systkini hans og móðir töpuðu í byrjun febrúar. „Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þessa.“ „Ef að svona ábyrgð á námsláni erfist eru ábyrgðirnar orðnar ofboðslega víðtækar og gífurlega margir komnir í ábyrgð aðra. Það er það sem að mér finnst vera áhugavert við þetta og í rauninni skelfilegt.“ Þetta vekur spurningar um hve margir Íslendingar eru nú ábyrgir fyrir námslánum skyldmenna sinna, án þess að vita af því. „Það eru greinilega ofboðslega margir Íslendingar sem eru ábyrgir fyrir lánum sem að þeir vita ekki um og margir sem eiga eftir að verða ábyrgir fyrir mörgum og miklum lánum,“ segir Bjartmar. Þar að auki segir Bjartmar að ekki liggi fyrir hvaða áhrif þetta hafi á bú sem séu til skipta. „Þegar verið er að skipta búi gerir fólk sé ekki endilega að þetta sé hluti af þeim ábyrgðum og kröfum sem að fylgja.“ Bjartmar segir þörf á meiri umræðu um þessi mál og hvert Íslendingar vilji að þetta stefni.Post by Bjartmar Thordarson. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk á dögunum bréf frá Lánasjóði íslenskra námsmanna um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir og systkin hans tók. Móðir Bjartmars lést fyrir þrettán árum en lánið er um 25 ára gamalt. „Samkvæmt þessu lítur út fyrir að ég hafi verið ábyrgðarmaður í þrettán ár á láni sem ég vissi ekki að ég væri ábyrgðarmaður fyrir. Eflaust eru lánin fleiri þar sem ég á fleiri systkini,“ segir Bjartmar í samtali við Vísi. Bjartmar telur að verið sé að senda út bréf til fólks í kjölfarið á máli sem að Guðmundur Steingrímsson, systkini hans og móðir töpuðu í byrjun febrúar. „Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þessa.“ „Ef að svona ábyrgð á námsláni erfist eru ábyrgðirnar orðnar ofboðslega víðtækar og gífurlega margir komnir í ábyrgð aðra. Það er það sem að mér finnst vera áhugavert við þetta og í rauninni skelfilegt.“ Þetta vekur spurningar um hve margir Íslendingar eru nú ábyrgir fyrir námslánum skyldmenna sinna, án þess að vita af því. „Það eru greinilega ofboðslega margir Íslendingar sem eru ábyrgir fyrir lánum sem að þeir vita ekki um og margir sem eiga eftir að verða ábyrgir fyrir mörgum og miklum lánum,“ segir Bjartmar. Þar að auki segir Bjartmar að ekki liggi fyrir hvaða áhrif þetta hafi á bú sem séu til skipta. „Þegar verið er að skipta búi gerir fólk sé ekki endilega að þetta sé hluti af þeim ábyrgðum og kröfum sem að fylgja.“ Bjartmar segir þörf á meiri umræðu um þessi mál og hvert Íslendingar vilji að þetta stefni.Post by Bjartmar Thordarson.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira