Erlent

Boko Haram birtir myndband af aftöku tveggja manna

Atli Ísleifsson skrifar
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt myndband sem sýnir aftöku tveggja manna. Þetta er fyrsta slíka myndbandið sem liðsmenn Boko Haram birta, en það minnir óneitanlega á aftökumyndbönd ISIS.

Myndbandið var birt á netinu í gær. Þar má sjá tvo menn á hnjánum, en fyrir aftan þá standa nokkrir vígamenn Boko Haram. Einn vígamannanna heldur á hníf og neyðist einn fanganna til að segja að hann hafi verið að njósna fyrir nígerísk yfirvöld.

Á vef Reuters segir að myndbandið hafi verið klippt þannig að að ávarpum loknum eru sýndar myndir af líkum mannanna þar sem höfuð þeirra hafa verið skorin af. Reuters leggur áherslu á enn eigi eftir að staðfesta hvort myndbandið sé ekta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×