Þúsundir minnast Nemtsov í Moskvu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 12:35 Frá mótmælunum í Moskvu í dag. Vísir/AP Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04
Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28
„Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43