Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2015 20:45 Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Flóahreppur Um land allt Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent